Kraumandi kræsingar í Eldstó

Við látum heimsfaraldra ekkert á okkur fá og höldum ótrauð áfram að bjóða svöngum að borða og kaffiþyrstum að drekka. Það er heldur enginn skortur á kökum og kruðeríi með kaffinu, né þá heldur fljótandi brauði (einnig þekkt sem “bjór”) með borgaranum. Súpur, salöt, fiskur og hverskyns góðgæti; sitt lítið af hverju sem höfðar til flestra.

Við tökum sumarið 2021 með trompi, bjóðum uppá munnvætandi matseðil og gott andrúmsloft.
Ekki hika við að hafa samband (eldsto@eldsto.is eða 482-1011), hvort sem um ræðir einstakling, par eða hóp!

Með baráttukveðju,
Starfsfólk Eldstó Art Café